Algengar spurningar um langtímaleigu
- Hvað er innifalið í langtímaleigunni ? Þú greiðir eina mánaðargreiðslu og við sjáum um rest. Það eina sem þú þarf að gera er að setja eldsneyti á bílinn.
- Hvað ef ég vil láta breyta áður umsömdu akstursmagni ? Vinsamlegast hafið samband við vidskiptastjori@sixt.is og þú færð sent tilboð.
- Get ég leigt bílinn í styttri tíma en 3 mánuði ? Langtímaleiga er a.m.k 3 mánuðir. Vinsamlegast hafið samband við vidskiptastjori@sixt.is ef óskað er eftir að stytta leiguna.
- Hvaða árgerð eru bílarnir ? Allir bílarnir í langtímaleigunni okkar eru af árgerðunum 2015-2020.
- Eruð þið með Hybrid bíla ? Já, til dæmis Toyota Yaris og Toyota CHR :)
- Hvar eruð þið staðsett ? Við erum á Krókhálsi 9, 110 Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli.
- Get ég sótt bílinn í Keflavík ? Já það er möguleiki, vinsamlegast hafið samband við vidskiptastjori@sixt.is vegna þessa.
- Hvaða greiðslumöguleikar eru í boði ? Við sendum greiðsluseðil í heimabanka. Við getum líka tekið greiðslu á kreditkort mánaðarlega.
- Hvað geri ég ef ég lendi í tjóni ? Vinsamlegast sjá skilmála 7.gr
- Er hægt að fá stærri bíl til skemmri tíma ? Það er alveg sjálfsagt að uppfæra uppí stóran bíl gegn vægu gjaldi. Ef viðskiptavinir taka Gull- eða Platínum-trygginga/þjónustupakkana okkar fylgir uppfærsla í stærri bíl frítt með á leigutímabilinu. Hafðu samband við vidskiptastjori@sixt.is fyrir frekari upplýsingar.