Fyrirtækjaþjónusta Sixt

Sixt á Íslandi býður upp á fjölbreyttar og hagkvæmar lausnir fyrir öll fyrirtæki sem þurfa á bíl eða bílum að halda í skemmri eða lengri tíma. Sérstaða okkar felst í því að bjóða viðskiptavinum upp á sveigjanlega og skjóta þjónustu og fyrirtæki hafa aðgang að sínum eigin tengilið hjá okkur.

Með því að gera fyrirtækjasamning við Sixt getur þú tryggt fyrirtækinu þínu aðgang að nýlegum bílaflota á samkeppnishæfum verðum allt árið um kring. 

Mögulegt er að sækja um vetrar- og langtímaleigu á heimasíðunni undir bílarnir okkar eða fengið tilboð í langtímaleigu með því að senda tölvupóst á vidskiptastjori@sixt.is