Um langtímaleigu
Um vetrar- og langtímaleigu
Vetrarleiga er 9 mánaða leiga sem miðar að því að leigutaki skili bílnum fyrir 1. júní, eftir að leigusamningur er undirritaður. Vetrarleigan miðast við tímabilið frá 1. september - 1.júní. Hentar vel fyrir þá sem vantar aukabíl á heimilið. Vetrarleigan er einnig frábær kostur fyrir þá sem kjósa heilsusamlegri lífstíl yfir sumartímann.
Í langtímaleigu er hægt að leigja bíl allt frá 3 mánuðum til 36 mánaða leigutíma.
Ef bíllinn þarfnast einhvers konar viðhalds á tímabilinu er þér útvegaður bíll á meðan og við sjáum um rest!
Innifalið í verði:
- Frá 1000 km akstur pr. mánuð
- Smur- og þjónustuskoðanir
- Allt sem getur talist hefðbundið viðhald
- Dekk og dekkjaskipti
- Bifreiðagjöld
- Kaskótrygging
- Sjálfsábyrgð vegna tjóns er 250.000 kr (hægt að lækka hana með betri tryggingum).
Afhverju langtímaleiga?
Rekstur á eigin bifreið vegur þungt í heimilisbókhaldinu. Þá er langtímaleiga hagkvæmur kostur og getur verið mun hagstæðari en rekstur eigin bifreiðar. Þú greiðir enga útborgun – aðeins fast mánaðargjald.
Í langtímaleigu keyrir þú um á nýlegum bíl og þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af viðhaldi, óvæntum útgjöldum eða endursöluáhættu. Ef bíllinn bilar færðu bíl hjá okkur á meðan við gerum við langtímaleigubílinn þinn – svo einfalt er það.
Reiknaðu dæmið til enda!
- Afborganir af lánum - 0 kr.
- Útborgun við kaup - 0 kr.
- Afskrift bíls á ári (15%) - 0 kr.
- Þjónustuskoðanir og smurþjónusta - 0 kr.
- Dekk - 0 kr.
- Almennt viðhald - 0 kr.
- Bifreiðagjöld - innifalin.
- Ábyrgðartrygging - innifalin.
- Kaskótrygging - innifalin.
Við bjóðum viðskiptavinum okkar einnig upp á að skipta í stærri bíl í styttri tíma gegn vægu gjaldi – sem getur komið sér vel fyrir ferðalagið.
Sveigjanlegt og sérsniðið að þínum þörfum.